Í dag verða þrír leikir háðir í 14. umferð Bestu deildar karla. Í lokaleik dagsins tekur ÍBV á móti Víkingi Reykjavík á Hásteinsvelli. Víkingsliðið trónir á toppi deildarinnar. Er með 29 stig úr 13 leikjum. Liðið hefur verið á skriði undanfarið og hefur til að mynda sigrað í þremur síðustu deildarleikjum.
Eyjaliðið hefur hins vegar aðeins veið að gefa eftir og hefur liðið tapað síðustu þremur leikjum í deildinni. Liðið er sem stendur í tíunda sæti með 14 stig. Leikurinn er sem fyrr segir á Hásteinsvelli en þetta er fyrsti leikur liðsins á aðalvelli félagsins í ár, en sem kunnugt er var verið að leggja gervigras á völlinn. Flautað verður til leiks klukkan 16.00 í dag.
Leikir dagsins:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst