„Það hefur gengið mjög vel, veðrið hefur verið okkur hliðhollt, frábært fólk að vinna að verkefninu og það er gaman að segja frá því að Vestmanneyjastrengur 4 kom í land í gærkvöldi í ljósadýrðinni af flugeldaveislunni á Goslokahátíðinni. Það lofar örugglega góðu um framhaldið en nú er verið að undirbúa lagningu Vestmannaeyjastrengs 5 og stefnum við á að byrja á honum í nótt ef allt gengur að óskum,“ Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets við Eyjafréttir í morgun.
Lagning tveggja nýrra rafstrengja frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja hófst á föstudaginn. Verkið er unnið af norska fyrirtækinu Seaworks, sem sérhæfir sig í lagningu neðansjávarrafstrengja. Við það eykst flutningsgeta um 120 MVA. Verklok áætluð um miðjan júlí.
Tilgangurinn er að bæta afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja og tryggja örugga orkutengingu til framtíðar. Núverandi strengur hefur verið í notkun í 12 ár og hefur bilað tvisvar.
Myndir: Óskar Pétur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst