Goslokahátíð sem staðið hefur alla vikuna. Dagskráin hefur verið mjög fjölbreytt og að venju var mest um að vera á laugardeginum.
Einn af hápunktunum var sund Héðins Karls Magnússonar og Pétur Eyjólfssonar sem syntu frá Elliðaey og tóku land við Tangann. Syntu þeir í minningu Margrétar Þorsteinsdóttur og til styrktar góðgerðasamtökunum Ljónshjarta, sem styðja við börn og fjölskyldur sem glíma við erfið veikindi. Góð þátttaka var í goslokalitahlaupi Ísfélagsins og þúsundir voru mætt eftir hádegið þar sem Ísfélagið bauð upp á fjölskylduskemmtun. Þar voru Wipebræður í aðalhlutverki ásamt Íþóttaálfinum.
Helga og Arnór buðu til listaveislu á heimili sínu við Vestmannabrautina og þangað mætti fjöldi manns. Trúbadorinn Aron Daði Hauksson og Einar Ágúst skemmtu í Bárugötunni og lokatónn dagsins var sleginn á Vigtartorgi þar sem sem þúsundir skemmtu sér fram á nótt.
Fjöldi fólks hefur notið veðurblíðunnar á
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst