Endurnýja samstarfssamning
Skak Kennsla Tv Ads
Frá skákkennslu ungmenna í TV.

Á föstudaginn sl. undirrituðu Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, f.h. TV endurnýjaðan samstarfssamning milli Vestmannaeyjabæjar og Taflfélags Vestmannaeyja.

Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára og hefur það að markmiði að efla samstarf aðila með það að leiðarljósi að styrkja stöðu skákíþróttarinnar í samfélaginu. Sérstök áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir kynningu, fræðslu og aukna þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu skákstarfi.

Vestmannaeyjabær lýsir yfir ánægju með áframhaldandi samstarf og metur mikils það mikilvæga framlag sem Taflfélagið leggur til skákkennslu og fræðslu fyrir yngri kynslóðina í Vestmannaeyjum, segir í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda.

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.