Nú er verið að dreifa nýjasta blaði Eyjafrétta til áskrifenda. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Hæst ber vissulega Þjóðhátíðin og eru fjölmargar umfjallanir og viðtöl um hátíðina. Einnig er áhugavert viðtal Ásmundar Friðrikssonar við Unnar Guðmundsson frá Háagarði.
Þá fá íþróttirnar að venju veglegan sess. M.a. er Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður ÍBV-Héraðssambands í viðtali. Einnig er Gaujulundur heimsóttur enn lundurinn hefur náð fyrri reisn þökk sé Renate frá Lettlandi. Þetta og margt fleira í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.
Áskrifendur geta nálgast vefútgáfuna hér. Viljir þú gerast áskrifandi getur þú skoðað áskriftaleiðir hér. Blaðið er einnig selt í lausasölu á Klett og í Tvistinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst