Kvennalið ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu sem lauk í gær í KA-heimilinu á Akureyri en mótið hófst á fimmtudaginn. Var þetta mót hluti af undirbúningi kvennaliðsins fyrir komandi átök í Olís deildinni sem hefst laugardaginn 6. september.
ÍBV vann allar þrjár viðureignir sínar á mótinu sannfærandi en í lokaleiknum vann ÍBV Gróttu með tíu marka mun, 25-15. Áður höfðu þær unnið Stjörnuna og KA/Þór.
Sandra Erlingsdóttir leikstjórnandi ÍBV var valin besti sóknarmaður mótsins.
Næst á dagskrá hjá stelpunum er Ragnarsmótið á Selfossi sem hefst þriðjudaginn 19. ágúst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst