Tilkynning frá Herjólfi
Vegna veðurs og ölduspár vill Herjólfur vekja athygli farþega á mögulegum breytingum á ferðum. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilkynningum, þar sem aðstæður geta breyst með stuttum fyrirvara. Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar:
Farþegar athugið – 25.-26.ágúst 2025
Mánudagur 25.ágúst.
Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur seint í kvöld að ölduspá gefur til kynna að ölduhæð verði um 3 metrar. Allar ferðir eru á áætlun eins og er, en ef gera þarf breytingu, þá gefum við frá okkur tilkynningu um leið og það liggur fyrir. Hvetjum við farþega til þess að ferðast fyrr en seinna hafi þeir tök á.
Þriðjudagur 26.ágúst.
Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur á þriðjudag að spá gefur til kynna að siglingar til Landeyjahafnar eru ekki hagstæðar og möguleiki er að siglt verði til/frá Þorlákshöfn. Hvetjum við farþega til þess að fylgjast vel með miðlum okkar ef gera þarf breytingu á áætlun. Tilkynning verður gefin út fyrir kl. 06:00 á þriðjudagsmorgun vegna siglinga.
Við hvetjum farþega til þess að vera ekki að skilja farartæki eftir í annarri hvorri höfninni (Landeyjahöfn/Þorlákshöfn).