Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Suðurlandi vegna austan hvassviðri syðst á svæðinu. Tekur viðvörunin gildi á morgun, þriðjudag kl. 12:00 og gildir til kl. 20:00.
Í viðvörunarorðum segir: Austan 13-20 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal með snörpum vindhviðum, varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Hægari vindur annars staðar á svæðinu.
Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 5-13 m/s og stöku skúrir, en súld eða rigning með köflum við suðaustur- og austurströndina. Hægari síðdegis. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.
Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 og væta af og til, en líkur á þokulofti við norður- og austurströndina. Hiti 8 til 16 stig, svalast í þokulofti.
Á laugardag:
Norðaustlæg átt og væta með köflum. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðlæg átt og rigning með köflum, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 25.08.2025 08:32. Gildir til: 01.09.2025 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst