Í dag voru veittar umhverfisviðurkenningar umhverfis-og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Með viðurkenningum vill Vestmannaeyjabær hvetja bæjarbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og verðlauna þá sem skara fram út í snyrtimennsku og umhirðu garða.
Þeir sem fengu viðurkenningu í ár voru:
Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 57 – Þröstur Jóhannsson.
Fallegasti garðurinn: Vestmannabraut 49/Stakkholt – Guðný Svava Gísladóttir (Svava) og Sigurður Einarsson.
Snyrtilegasta fyrirtækið: Vöruhúsið – Skólavegi 1.
Fyrirmyndar endurbætur: Áshamar 57-63.
Framtak í umhverfismálum: Renata Heisele v/Gaujulundar.
Hér að neðan má sjá myndir af eignunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst