Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni lönduðu allir nú í byrjun vikunnar. Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á mánudag en í gær lönduðu Gullver NS á Seyðisfirði og Vestmannaey VE og Bergey VE í Vestmannaeyjum. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og forvitnaðist um gang veiðanna.
Einar Ólafur Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að aflinn hefði verið um 45 tonn. „Þetta var mest þorskur, ufsi og ýsa sem fékkst í Lónsbugt og Breiðamerkurdýpi í þokkalegasta veðri. Við vorum í þrjá daga að veiðum,” sagði Einar Ólafur.
Hjálmar Ólafur Bjarnason á Gullver upplýsti að veiðin í túrnum hefði verið 95 tonn, langmest þorskur. „Við byrjuðum á Digranesflakinu og leituðum síðan að grálúðu um tíma með litlum árangri. Þá lá leiðin á Gerpisflak og Tangaflak þar sem reynt var við ýsu en það gekk ekki sérlega vel. Langmest af aflanum sem fékkst var þorskur,” sagði Hjálmar Ólafur.
Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey sagði að veitt hefði verið allvíða. „Við fórum frá Norðfirði á fimmtudagskvöld og byrjuðum á Kolahrygg í leit að ýsu. Síðan var farið í Sláturhúsið og þar var einnig kroppað í ýsu. Loks var haldið á Örvæntinguna og einnig verið Utanfótar. Þar fékkst mjög góður sólarhringur og við fylltum skipið. Við tók sólarhringssigling til löndunar í Eyjum,” sagði Birgir Þór.
Ragnar Waage Pálmason á Bergey var þokkalega ánægður með veiðiferðina. „Við komum með fullt skip og var aflinn blandaður, mest þorskur en einnig töluvert af ýsu, ufsa og kola. Veiðar hófust í Lónsbugtinni og síðan haldið í Sláturhúsið þar sem fékkst bæði ýsa og koli. Þá lá leiðin á Örvæntingu og við Festukransinn þar sem fékkst bæði þorskur og ufsi. Loks var haldið á Grunnfótinn og að lokum aftur á Örvæntinguna þar sem við kláruðum,” sagði Ragnar.
Jóhanna Gísladóttir hélt til veiða strax að löndun lokinni. Leiðin lá á Vestfjarðamið og er gert ráð fyrir löndun á ný á föstudag. Gullver mun halda til veiða á morgun og Vestmannaeyjaskipin á föstudag, segir að endingu í fréttinni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.