Stjórn Fly Play hf, hefur ákveðið að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir:
„Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að leggja niður starfsemi félagsins. Ástæður þessarar ákvörðunar eru margar, þ.m.t.; rekstur félagsins hefur lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hefur ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hefur ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga á stefnu þess.“
Þetta er mikið áfall fyrir þjóðfélagið, 400 starfsmenn félagsins, þúsundir farþega sem eru strandaglópar víða um heim og hafa keypt far með félaginu, samstarfsaðila félagsins og ferðaþjónustu í landinu. Má gera ráð fyrir að Eyjafólk sé í hópi þeirra sem nú þurfa að endurskipuleggja heimför eða hugsa dæmið upp á nýtt eftir að hafa keypt farmiða með félaginu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst