Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45 , 23:15. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu.
Farþegum er góðfúslega bent á að aldan á að fara hækkandi þegar líða tekur á kvöldið, og eru farþega hvattir til þess að ferðast fyrr en seinna sé þess kostur. Gefin verður út tilkynning ef gera þarf breytingu á áætlun.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn/Þorlákshöfn. Hvað varðar siglingar í fyrramálið, verður gefin út tilkynning kl. 06:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst