Í dag var haldin bleik messa í Landakirkju, í tilefni af bleikum október. Bleikur október er árleg vitundarvakning og er markmiðið að minna á mikilvægi reglulegra brjóstaskoðana og fræðslu um brjóstakrabbamein. Mánuðurinn er tileinkaður þeim sem greinst hafa, aðstandendum þeirra og minningu þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins.
Kristín Valtýsdóttir sagði frá starfi Krabbavarna og kynnti það mikilvæga starf sem samtökin sinna og deildi Vera Björk Einarsdóttir reynslusögu sinni og sagði frá vegferð sinni í tengslum við veikindi og bata.
Myndir: Óskar Pétur Friðriksson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst