Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í Landeyjahöfn undanfarnar vikur, fer í slipp í Hafnarfirði á morgun, mánudag, vegna bilunar sem komið hefur upp í skipinu.
Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að vinnan við dýpkun hafi gengið ágætlega að undanförnu, en vegna bilunarinnar þarf að ráðast í viðgerð sem gæti tekið nokkra daga. Gert er ráð fyrir að Álfsnes hefji dýpkun að nýju um næstu helgi.
Þrátt fyrir þetta eru horfur góðar fyrir siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn. Í tilkynningunni segir að ölduspáin fyrir næstu daga sé hagstæð og því er gert ráð fyrir að Herjólfur sigli samkvæmt fullri áætlun til Landeyjahafnar þar til annað verður tilkynnt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst