Sanddæluskipið Álfsnes er væntanlegt úr slipp í Reykjavík næstkomandi sunnudag eftir umfangsmeiri viðgerðir en upphaflega var gert ráð fyrir.
Viðgerðir hófust eftir að skipið var tekið upp í slipp í Reykjavík, en í ljós kom að verkefnið væri umfangsmeira en áætlað hafði verið. Af þeim sökum hefur slippdvölin tekið lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir.
Unnið hefur verið allan sólarhringinn að viðgerðum, og samkvæmt tilkynningu frá Herjólfi ohf. er nú gert ráð fyrir að skipið komi úr slipp um helgina. Að loknum viðgerðum mun Álfsnes sigla til Landeyjahafnar og verða til taks þegar þörf er á dýpkun og aðstæður leyfa.
Á myndinni hér að neðan má sjá dýpið í Landeyjahöfn í morgun. Herjólfur heldur áfram að sigla samkvæmt fullri áætlun til Landeyjahafnar þar til annað verður tilkynnt, segir jafnframt í tilkynningu skipafélagsins.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst