Ljósmyndasýning Óskars Péturs Friðrikssonar opnaði í Safnahúsinu í gær og er hluti af dagskrá Safnahelgarinnar í Eyjum. Nokkrir tugir gesta mættu á opnunina þar sem Óskar Pétur sagði frá tilurð bókarinnar Westman Islands.
Fáir eru þeir viðburðir í Vestmannaeyjum á síðustu árum og áratugum sem Óskar Pétur hefur ekki fest á filmu. Úrval mynda hans hefur nú verið gefið út í hinni glæsilegu gjafabók Westman Islands, og eru myndirnar á sýningunni einmitt úr bókinni sem verður til sölu á staðnum.
Sýningin er í Einarsstofu og verður opið daglega kl. 10-17. Myndasyrpa frá opnuninni fylgir hér að neðan.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst