Safnahelginni í Vestmannaeyjum lýkur í dag, sunnudag með áhugaverðri bókakynningu í Sagnheimum. Þar kynna tvær þekktar konur nýjustu bækur sínar. Knattspyrnudrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir með ævisöguna Ástríða fyrir leiknum og Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og spennusagnahöfundur, sem leiðir lesendur inn í sögu sem gerist þegar fólk verður veðurteppt í Vestmannaeyjum. Einnig verður konunglegt teboð haldið síðar um daginn á sama stað. Þar heldur erindi Guðný Ósk Laxdal um dönsku konungsfjölskylduna.
Auk bókakynningarinnar býður Safnahelgin upp á fjölbreytta menningarupplifun víða um Eyjar. Opið hús í Hvíta húsinu, sýningar í fágætissal Safnahúss og opna daga á Eldheimum, Bókasafninu og Einarsstofu.
Kl. 13:00 Sagnheimar: Bókakynning.
Að þessu sinni koma tvær konur og kynnar bækur sínar. Önnur er knattspyrnudrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir með knattspyrnuævisögu sína, Ástríða fyrir leiknum. Hin er Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú slunginn spennusagnahöfundur, sem bregður upp listilegri fléttu af afleiðingum þess að verða veðurtepptur í Vestmannaeyjum. Báðar bækurnar verða til sölu á staðnum.
Kl. 15:00 Sagnheimar: Konunglegt teboð.
Guðný Ósk Laxdal heldur erindi um dönsku konungsfjölskylduna en Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún deilir alls konar fréttum og fróðleik úr heimi kóngafólksins.
Allraheilagramessa í Landakirkju sunnudaginn 2.nóvember kl. 20.00
Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja munu flytja Requem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar eru Sólbjörg Björnsdóttir og Geir Jón Þórisson. Matthías Harðar leikur á orgel og Kitty Kovács stjórnar.
Á allraheilagramessu minnumst við þeirra sem látist hafa í Vestmannaeyjum eða verið jarðsettir í kirkjugarði Vestmannaeyja síðastliðna 12 mánuði. Nöfn allra þeirra verða lesin upp og kertri tendrað fyrir hvern og einn.
Aðrir viðburðir og opnunartímar:
Hvíta húsið við Strandveg.: Lista- og menningarfélagið verður með opið hús og opnar vinnustofur föstudag – sunnudags 13:00-16:00.
Eldheimar: Opið daglega kl. 13 :30– 16 :30.
Bókasafnið: Opið fimmtudag kl. 10-17, föstudag kl. 10-20 og laugardag kl. 12-15.
Einarsstofa: Opið daglega kl. 10-17.
Fágætissalur Safnahúss: Opið fimmtudag og föstudag kl. 13-17. Verið velkomin á varanlega sýningu á málverkum Jóhannesar S. Kjarvals og Júlíönu Sveinsdóttur. Margar af fágætustu bókum landsins eru einnig til sýnis á þessum einstaka stað.
Sagnheimar: Opið laugardag kl. 12:00-15:00.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst