Aglow-fundur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 19:30 í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Á fundinum mun Guðbjörg Guðjónsdóttir flytja erindi þar sem hún segir frá móti sem hún sótti í Skotlandi.
Einnig mun Vera Björk leiða íhugun sem byggð er á bók sr. Þorvaldar Víðissonar, Gimsteinninn. Að lokinni dagskrá verður kaffi, söngur og samvera. Allar konur eru hjartanlega velkomnar, segir í tilkynningu.
„Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður.“
— Jesús (Jóh. 14:27)





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst