​Ástríða, þrautseigja og Vestmannaeyjar í forgrunni
6. nóvember, 2025
Margrét Lára Viðarsdóttir og Eliza Reid. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Líf og saga Vestmannaeyja fengu á sunnudaginn fallega umgjörð í Sagnheimum þegar tvær konur með sterk tengsl við samfélagið kynntu bækur sínar. Annars vegar var það knattspyrnukonan og Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir, sem kynnti ævisögu sína Ástríða fyrir leiknum. Hins vegar Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú rithöfundur sem stígur nú fram sem spennusagnahöfundur með bókina Diplómati deyr.

Þrautseigja og eldmóður rauður þráður

Margrét Lára hóf kynningu sína á því að segja frá fyrstu skrefum sínum á malarvellinum við Löngulág í Vestmannaeyjum, þá aðeins fimm ára gömul. Þar hófst ferill sem átti eftir að móta hana sem íþróttakonu og fyrirmynd og spannaði nær þrjá áratugi. Hún lýsti því hvernig bókin byggir á minningum og úrklippibókum sem amma hennar, Margrét Sigurjónsdóttir, sem flestir þekktu sem Maggý – hafði safnað í gegnum tíðina. „Sagan var í raun þegar til. Það þurfti bara að raða henni saman,“ sagði hún.

Margrét Lára er stærsta nafnið í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu. Hún skoraði yfir tvö hundruð mörk í úrvalsdeild, varð fimm sinnum markahæst og lék bæði í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún er auk þess markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, með 79 mörk í landsleikjum. Þrátt fyrir meiðsli og mótlæti gafst hún aldrei upp – þrautseigja og eldmóður eru rauði þráðurinn í bókinni.

Stígur inn í nýtt hlutverk

Þá var komið að Elizu Reid, sem kynnti spennusöguna Diplómati deyr. Bókin gerist að stórum hluta í Vestmannaeyjum þar sem morð er framið á hátíðarkvöldverði kanadískra diplómata. Sendiherrafrúin ákveður að taka málið í eigin hendur og reyna að leysa það, en óvæntar hliðar sagna og tengsl koma í ljós þegar stormur skellur á og allir verða veðurtepptir. Bókin hefur hlotið mjög góðar viðtökur, raðast í efstu sætin á bóksölulistum og sjónvarpsrétturinn hefur þegar verið tryggður.

Eliza Reid var forsetafrú á árunum 2016 til 2024 og varð fljótt þekkt fyrir hlýlegt viðmót og áherslu á menningu og jafnrétti. Hún hefur einnig starfað sem ritstjóri og blaðamaður og var meðstofnandi rithöfunda- og bókmenntahátíðarinnar Iceland Writers Retreat. Með Diplómati deyr stígur hún inn í nýtt hlutverk sem höfundur spennubókmennta.

Bókakynningin í Sagnheimum var notaleg og stemningin persónuleg. Báðar sýndu Margrét Lára og Eliza hversu sterkur þráður liggur á til Vestmannaeyja minningar um seiglu og skapandi tjáningu. Margrét Lára sagði það móta krakka í Vestmannaeyjum að fara í keppnisferðir upp á land við oft erfið skilyrði, þriggja til fimm tíma ferð með Herjólfi taki á en aldrei var kvartað.

Eliza var fyrir nokkrum árum í opinberri heimsókn sjómannadagsráðs á Sjómannadaginn þar sem hún flutti hátíðarræðuna á skemmtuninni á Stakkó. Veðrið hefði mátt vera betra en hún skemmti sér vel og sómdi sér vel í skötuveislu ráðsins á Sælandi á sunnudeginum. Þar var skálað eins og í bókinni um Diplómatann sem dó. Þar koma samgöngur við sögu því hópur kanadískra verður veðurtepptur í Eyjum. Kunnuglegt stef en Eliza lætur það ekki stoppa sig því hún hefur þrisvar heimsótt Eyjarnar á þessu ári.

Búið var að birta myndband frá erindi Elizu hér á Eyjafréttum. Það má nálgast hér. Erindi Margrétar Láru má sjá hér að neðan. Halldór B. Halldórsson annaðist upptöku og myndvinnslu.

Play Video
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
PXL 20251104 095848596
7. nóvember 2025
20:00
Bókakynning í Eldheimum - Óli Gränz
Skemmtun
ludra
8. nóvember 2025
16:00
Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni
Skemmtun
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.