Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2026 var tekin til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs og samþykkt til áframhaldandi vinnslu í bæjarstjórn. Samkvæmt áætluninni eru rekstrartekjur hafnarinnar áætlaðar 693 milljónir króna á næsta ári. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði er hins vegar afar naum og gert ráð fyrir aðeins 43 þúsund króna afgangi.
Ástæðuna má rekja til stórra framkvæmda við styttingu Hörgeyrargarðs, sem gjaldfærist á næsta ári og hefur 120 milljóna króna neikvæð áhrif á afkomu hafnarinnar. Þrátt fyrir það er niðurstaða rekstrar á áætlun jákvæð, þó hún sé rétt yfir núlli.
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn, þar sem hún verður tekin til endanlegrar afgreiðslu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst