Litla skvísubúðin fagnar nú 15 ára afmæli og blés til veislu á dögunum til að fagna þeim áfanga. Verslunin opnaði í nóvember 2010, þegar Sigrún eigandi verslunarinnar ákvað að prófa sig áfram með litla búð í kjallaranum heima. Aðspurð hvernig hugmyndin hafi kviknað segir hún það hafa verið í flugvél á leiðinni til New York.
,,Þetta var hugmynd sem kom mjög skyndilega og átti aldrei að verða neitt nema bara prufa og í rauninni að brúa bil hjá mér eftir kennaranám, því það vantaði ekki kennara í Vestmannaeyjum, á þeim tíma. Ég opnaði litla búð í kjallaranum hjá mér í nóvember 2010 og ætlaði svo bara að loka henni sem fyrst en ég sá það fjótlega að það var bara ekki hægt. Verslunin var lítil og mjög persónuleg. Ég var með þrjú börn á heimilinu og nóg að gera. Ég var búin að ákveða ef engin kæmi í búðina í einhvern tíma, þá myndi ég bara skella í lás en það koma ekki sá dagur að það kæmi ekki viðskiptavinur,“ segir Sigrún.
Í dag er Skvísubúðin orðin mun stærri, með fjölbreytt úrval fyrir konur og börn. Í tilefni af afmælisins fengum við að ræða við Sigrúnu varðandi hvað hefur staðið upp úr á ferlinum og hvað sé vinsælt fyrir jólin.
Hvernig myndir þú segja að verslunin hafi þróast á þessum 15 árum og hvað hefur staðið upp úr?

Verslunin hefur stækkað og dafnað með árunum og hefur aldrei verið stærri og aldrei verið með meira úrval. Barnadeildin er í hröðum vexti og finnum við þörfina fyrir fallegum og góðum barnafatnaði á góðu verði. Það sem mest hefur komið á óvart er ánægjan með þessa þróun. Það sem hefur staðið upp úr eru þakklátir viðskiptavinirnir. Margar eru orðnar vinkonur okkur og það þykir okkur vænt um.
Hvernig fatnað bjóðið þið upp á?
Við erum með kvenfatnað frá góðum merkjum sem koma frá Danmörku, skó á alla, barnaföt og allskonar annað. Þegar um lítið bæjarfélag er að ræða er nauðsynlegt að vera með eitt og annað sem stundum vantar. Við seljum t.d. reimar en við sjáum einmitt oft fyrirspurn um þær.
Hvað myndiru segja að hafi komið þér mest á óvart í rekstrinum í gegnum árin?
Kannski hversu vel versluninni hefur verið tekið og öll jákvæðu ummælin sem við höfum fengið. Það er ekki alltaf auðvelt að reka verslun í smáu bæjarfélagi og þess vegna höfum við farið langt út fyrir þægindarrammann með því að vera í beinni en það hefur vakið mikla athygli. Í sumar voru margar konur sem koma ofan af landi og hrósuðu okkur fyrir “þættina okkar”.
Eyjakonur hafa ekki síður haft gaman af og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt. Ef ekki væri fyrir viðskiptavini, værum við ekki hér og þess vegna vildum við þakka fyrir okkur með góðu partýi sem heppnaðist svo vel.
Hvað myndir þú segja að væri vinsælast í fatnaði kvenna fyrir jólin?
Glimmer og glans er málið núna. Allt sem glitrar er svo fallegt. Við eigum enn von á jólavörunum og hlökkum til að sýna ykkur.
Hver er jólagjöfin í ár fyrir dömuna?
Fallegar peysur eru alltaf vinsælar, góðir skór eða bara falleg flík. Við eigum hana örugglega til í Skvísubúðinni.
Eyjafréttir óskar Litlu skvísubúðinni innilega til hamingju með afmælið.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.