Sóknargjöld hafa lengi verið til umræðu í samfélaginu, bæði hvað varðar upphæð, réttlæti og áhrif á starf kirkjunnar. Ritstjóri Eyjafrétta ræddi við sr. Viðar Stefánsson, prest í Landakirkju um hvernig kerfið virkar, hversu mikið það skiptir söfnuðinn og hvað Eyjamenn ættu að hafa í huga áður en skráning í trúfélag er uppfærð þann 1. desember.
„Sóknargjöld eru gjöld sem allir greiða í skatt í hverjum mánuði og eiga að standa að og stuðla að rekstri trúfélaga í landinu,“ segir sr. Viðar. „Af skatti sérhvers manns renna 1.221 króna í mánuði til þess trúfélags sem viðkomandi er skráður í og á þeim stað sem hann býr. Upphæðin er uppfærð árlega 1. desember.“
Hann útskýrir að sóknargjöld þeirra sem eru skráðir í þjóðkirkjuna og búsettir í Eyjum renni beint til Landakirkju, ekki til yfirstjórnar kirkjunnar. „Þessi gjöld nýtast í öllu sem fram fer í kirkjunni – hópastarfi, kórastarfi, barna- og æskulýðsstarfi, viðhaldi kirkju og safnaðarheimilis, launum starfsmanna og fleiru. Laun prestanna liggja þó utan sóknargjalda.“
Allir greiða sóknargjald, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga, en þá rennur gjaldið til ríkisins.
Samkvæmt sr. Viðari var gerð stór skerðing á sóknargjöldum í kjölfar bankahrunsins. „Ef sú skerðing hefði ekki verið gerð væri sóknargjaldið í dag um 2.765 krónur. Söfnuðir landsins hafa því orðið af milljörðum í tekjur frá hruni.“
Þrátt fyrir að árlega hafi komið fram hugmyndir um frekari lækkanir hefur þeim sem betur fer verið frestað. „Nokkrar krónur til eða frá skipta okkur gífurlegu máli og geta munað um heilan mánuð í tekjum.“
Landakirkja er afar háð þessum tekjum. „Sóknargjöld eru um 90% af tekjum Landakirkju. Þannig að þau skipta okkur gífurlegu máli. Án þeirra gætum við hreinlega gleymt því að reka Landakirkju og halda úti kirkjulegu starfi.“
Margir séu enn óöruggir með hvaða áhrif skráning í trúfélag hefur. „Margir halda að þeir fái skattaafslátt með því að vera skráðir utan trúfélaga en það er ekki rétt,“ segir sr. Viðar.
Hann bendir einnig á algengan misskilning varðandi skráningu barna: „Fólk heldur oft að börn skráist sjálfkrafa í þjóðkirkjuna við skírn eða fermingu, en það gerist aðeins ef báðir foreldrar eru í sama trúfélagi. Ef foreldrar eru í sitthvoru trúfélaginu endar barnið utan trúfélaga.“
Útlendingar sem flytja til landsins eru yfirleitt skráðir utan trúfélaga, og fólk sem flytur heim eftir dvöl erlendis missir stundum skráningu óvart.
Sr. Viðar telur núverandi kerfi bæði eðlilegt og gagnsætt: „Ríkið sér hag í því að halda úti starfi trúfélaga og hefur gert það lengi. Útfærslan er hægt að umræða, en kerfið er í grunninn sanngjarnt.“
Fækkun í þjóðkirkjunni hefur þó áhrif á umræðu um gjöldin. „Þeir sem standa hvað harðast gegn trúfélögum hafa háværast kallað eftir lækkun sóknargjalda. Þjóðkirkjan keppist því við að minna á mikilvægi skráningar í lok nóvember ár hvert.“
Hvernig getur kirkjan byggt upp traust og sýnileika? „Við prestarnir sjáum alltaf til þess að minna á þetta í gegnum athafnir kirkjunnar,“ segir sr. Viðar. „En það skiptir mestu að þeir sem sjá hag í starfi kirkjunnar og njóta góðs af því séu skráðir í þjóðkirkjuna.“
Hann áréttar að lokum: „Athugið skráninguna ykkar fyrir 1. desember. Hún skiptir gífurlegu máli fyrir okkur sem kirkju og samfélag. Hægt er að skoða skráninguna á skra.is.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.