Hefðbundinn Stjörnuleikur í handknattleik verður í Íþróttamiðstöðinni á morgun, föstudag kl. 17.00. Þar mæta handboltastjörnur Eyjanna og takast á. Leikurinn var kynntur á blaðamannafundi á Einsa kalda á miðvikudaginn þar sem liðsskipan var kynnt og hverjir taka að sér að stýra liðunum.
Stjörnuleikurinn er styrktarleikur eins og venjulega og rennur allur ágóði til Downsfélagsins. Þetta er einn stærsti íþróttaviðburður í Vestmannaeyjum og sjá leikmenn meistaraflokka karla og kvenna hjá ÍBV sjá um að umgjörð leiksins verði fyrsta flokks.
Til að rifja upp stemninguna birtum við nokkrar myndir sem Óskar Pétur tók á Stjörnuleiknum 2023.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst