Herjólfur ohf hefur gefið út siglinga-áætlun fyrir næstu tvo daga. Á morgun, gamlársdag siglir Herjólfur eina ferð til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.
Siglingar á nýársdag verða þannig að Herjólfur siglir eina ferð til/frá Landeyjahöfn á háflóði. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:00 (Áður ferð kl. 09:30). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 15:00 (Áður ferð kl. 13:15).
Hvað varðar siglingar fyrir föstudaginn 2.janúar verður gefin út tilkynning eftir að skipafélaginu hefur borist nýjasta dýptarmælingin seinnipartinn á nýársdag.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst