Við áramót er gjarnan litið um öxl og rifjuð upp tíðindi ársins. Að venju höfum við hér á Eyjafréttum/Eyjar.net tekið saman þær fréttafærslur sem vöktu mesta athygli lesenda á árinu sem er að líða.
Á toppi listans er viðtal við Víði Reynisson, þingmann Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna, þar sem farið var yfir nokkur af stærstu málefnum ársins fyrir íbúa Vestmannaeyja og Suðurkjördæmis. Víðir, sem tók sæti á Alþingi í lok síðasta árs og hefur reynslu bæði af almannavörnum og byggðamálum, ræddi meðal annars um veiðigjöld og þá miklu umræðu sem þau hafa vakið í sjávarútvegi. Hann sagðist m.a. hafa áhyggjur af því að breytingar yrðu of hraðar en ráð væri fyrir gert og lýsti samtali sínu við atvinnuveganefnd þar sem yfir 50 aðilar tengdir umræðunni komu að máli. Einnig var fjallað um mikilvægi jarðrannsókna milli lands og Eyja sem lagðar hafa verið til í þingsályktunartillögu, samgöngumál og innviðauppbyggingu í kjördæminu.
Í 2. sæti var frétt um þátt á Rás 1 sem vakti gríðarlega athygli lesenda. Um er að ræða fjórða þátt um Sölvadal innst í Eyjafirði, þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir fór yfir sögu dalsins og rætt var um Leif Magnús Grétarsson Thisland, sem fórst í Núpá í Sölvadal í óveðri 11. desember 2019. Í þættinum er rætt við Óskar Pétur Friðriksson um atburðinn og minningar um Leif Magnús, sem var rétt tæplega 17 ára þegar hann lést. Þátturinn var hluti af seríu þar sem saga dalsins og atburðir tengdir honum voru skoðaðir í sögulegu samhengi.
Í 3. sæti er frétt um tillögu sem Páll Scheving Ingvarsson sendi til ríkisstjórnarinnar í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Í tillögunni lagði Páll til að lífeyrissjóðir landsmanna yrðu virkir þátttakendur í fjármögnun uppbyggingar og rekstrar samgangna, þar sem hann taldi að greiðsla veggjalda gæti skilað sér bæði til sjóðanna og aukið fjármuni til annarra verkefna í samgöngum. Tillagan byggði á þeirri röksemd að með nýjum fjármögnunaraðferðum mætti auka svigrúm til að styðja við innviðauppbyggingu á landsvísu.
Topp tíu listann má sjá hér að neðan.
Ritstjórn Eyjafrétta/Eyjar.net þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á árinu. Öllum þeim sem stungu niður penna. Munið að opin, málefnaleg umræða skapar betra samfélag.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst