Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Samningurinn við félagið gildir til ársins 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni.
Birna hefur verið mikilvægur hlekkur í liði ÍBV frá haustinu 2020 þegar hún gekk til liðs við félagið eftir dvöl hjá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hefur sýnt bæði metnað og stöðugleika, jafnt innan vallar sem utan, og verið lykilmaður í uppbyggingu liðsins á undanförnum árum.
Í tilkynningu handknattleiksdeildar kemur fram að miklar væntingar séu bundnar við áframhaldandi samstarf við Birnu og að spennandi verkefni séu fram undan á næstu árum.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst