Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon var á skotskónum í kvöld þegar Hearts tók á móti St. Mirren í Skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hearts komst yfir eftir klukkutíma leik með marki frá Lawrence Shankland. Tómas kom inn af bekknum eftir 68. mínútur og innsiglaði sigur Hearts þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma með góðum skalla.
Hearts léku einum færri nánast allan leikinn þar sem Beni Baningime fékk að líta rauða spjaldið á 15. mínútu leiksins. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Hearts nær að landa sigri einum manni færri.
Eftir 22 umferðir er Hearts á toppnum með 50 stig. Risarnir í skoskum fótbolta til margra ára, Celtic og Rangers, deila öðru sætinu með 44 stig.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst