Næstkomandi laugardag, 17. janúar, ætla meistaraflokkar ÍBV í handbolta að bjóða upp á saltfisksölu á Skipasandi.
Í boði verða nætursöltuð þorskflök með roði á frábæru verði, 3.000 krónur á kílóið, og rennur allur ágóði í stuðning við starf og keppni meistaraflokkanna.
Fram kemur í tilkynningu að sölutíminn verði frá kl. 14:00 til 15:30 og er magnið takmarkað. Við hvetjum alla til að líta við, fá sér úrvals fiskmeti og styðja í leiðinni við handboltann í Eyjum.