Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, betur þekktir sem Glacier Guys, hafa sent frá sér nýtt föstudagslag í föstudagsfiðringnum sínum. Strákarnir deildu myndbandi af laginu á Facebook í dag þar sem þeir voru hressir og kátir – og ekki síst þakklátir fyrir þann stuðning sem þau hafa notið:
„Föstudagsfiðringur í dag hjá peyjunum, þökkum Eyjafréttum fyrir viðurkenninguna sem okkur var veitt í dag,“ segir í færslu Glacier Guys.
Glacier Guys eru þekktir fyrir setja upp ábreiður af þekktum lögum. Verkefnið hefur vakið athygli fyrir skemmtilega nálgun og jákvæðan boðskap, en auk þess að gleðja með tónlist hafa strákarnir notað verkefnið til að styðja hin ýmsu góðgerðarmálefni og safna framlögum til þeirra. Þeir fengu einmitt viðurkenningu fyrir framlag sitt á afhendingu Eyjafrétta í Eldheimum í dag.
Hlusta má á nýja föstudagslagið í myndbandinu hér að neðan.