Góður mánudagur sem varð enn betri!
lotto
Mynd/samsett

Aðsend grein

Frá Íslenskri Getspá

Mánudagsmorgun byrjaði með sérstakri gleði þegar tveir miðaeigendur fengu símtal um að þeir hefðu unnið fyrsta vinning í Lottóinu eftir sexfalda pottinn á laugardagskvöld. Fá þeir rúmar 67 skattfrjálsar milljónir hvor um sig og eiga það sameiginlegt að hafa keypt miðana sína í Lottóappinu.

Sá fyrri til að fá símtalið hafði kíkt í appið um helgina og séð vinningsröðina sína. „Ég trúði þessu varla og vildi ekki einu sinni segja konunni frá þessu fyrr en þetta væri orðið alveg 100% öruggt og staðfest,“ sagði hann léttur í bragði og bætti við að sunnudagurinn hefði orðið „skringilega góður“ án þess að hann gæti útskýrt af hverju – enn sem komið var.

Seinni vinningshafinn hafði hins vegar enga hugmynd. Hann svaraði símtalinu á mánudagsmorgni glaðbeittur og átti vart til orð þegar honum var tilkynnt um vinninginn. „Þetta var þegar fínn mánudagur en hann varð skyndilega enn betri,“ sagði hann, hálf hikandi og dró andann djúpt á milli setninga til að átta sig á öllu saman. Hann bætti við að hann hefði bara keypt miðann til að vera með og eiga möguleikann – og svo alls ekki hugsað meira út í það, hvað þá átt von á slíku símtali.

Lottóappið hefur reynst vinsæll kostur meðal spilara sem vilja hafa hlutina á sem einfaldastan hátt – smella, sjá og halda í vonina. Í appinu er bæði auðvelt að kaupa staka miða og raðir, búa til áskrift og fylgjast með úrslitum. Að auki er hægt að skanna miða sem keyptir eru á sölustöðum til að kanna hvort þar leynist vinningur.

Báðum vinningshöfum stendur til boða fagleg fjármálaráðgjöf og hyggjast þeir nýta sér hana. Við óskum vinningshöfunum báðum innilega til hamingju og þökkum um leið þann stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk sem og íþrótta- og ungmennafélög víða um land, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó, segir í tilkynningu frá Íslenskri Getspá.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.