Loðnu að finna á stóru svæði
Á loðnumiðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Loðnumæling Hafrannsóknastofnunar sem staðið hefur yfir frá í upphafi síðustu viku er nú langt komin. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að einungis eigi eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum sem rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Þórunn Þórðardóttir eru að sinna, en mælingum veiðiskipanna Heimaeyjar, Polar Ammassak og Barða er lokið fyrir austan land (mynd 1).

Mynd 1. Yfirferð skipa í loðnumælingum dagana 19.-25. janúar 2026 (lifandi á https://skip.hafro.is/).

Þótt mælingum sé ekki lokið vill Hafrannsóknastofnun greina lítillega frá niðurstöðum sem varða ástand loðnunnar og dreifingu. Vísindamenn stofnunarinnar munu svo á næstu dögum yfirfara gögn, meta stærð veiðistofnsins,  óvissu í mælingunum og afrán ásamt því að ákvarða ráðgjöf fyrir yfirstandandi vertíð. Sú ráðgjöf mun byggja bæði á þessari mælingu (vegur 2/3) og mælingum á stærð veiðstofnsins haustið 2025 (1/3). Það má búast við ráðgjöfinni seinni hluta þessarar viku.

Loðnan var dreifð yfir stóran hluta yfirferðasvæðisins (mynd 2). Mesti þéttleikinn var í fremsta hluta göngunnar fyrir austan land og úti af Húnaflóa. Langstærsti hluti loðnunnar fyrir norðan og austan land var kynþroska og mun því hrygna á næstu vikum. Hrognaprósenta loðnunnar var á bilinu 6-8% víðast hvar.

Mynd 2. Leiðarlínur fimm skipa í loðnumælingu í mismunandi litum dagana 19.-25. janúar 2026 og þéttleiki loðnu samkvæmt bergmálsmælingum (línur hornrétt á leiðarlínur).

Nýjustu fréttir

Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.