Helstu verkefni Fjölskyldu- og tómstundaráðs á árinu 
28. desember, 2019

Nú er árið 2019 senn á enda og því vert að fara yfir hver helstu verkefni Fjölskyldu- og tómstundaráðs hafa verið á árinu.

Til að byrja með er gott að fara yfir hvaða breytingar urðu frá og með síðustu áramótum.  

  • Þá var sett inn aukið fjármagn til þess að efla bakvaktir barnaverndar í Vestmannaeyjum. 
  • Staða æskulýðs- íþrótta og tómstundafulltrúa var tekin í gagnið. Þörf var á að hafa fulltrúa sem ber ábyrgð á forvörnum og fræðslu fyrir börn og ungmenni. Á árinu hefur einmitt verið stofnaður forvarnarhópur sem hefur það verkefni að virkja forvarnarstefnu bæjarins. 
  • Staða fjölmenningarfulltrúa bættist við og kom fram í skýrslu seinna á árinu að fulltrúinn hefði fjölmörg verkefni og hefði unnið að mörgum góðum verkefnum sem snúa að bættri þjónustu fyrir nýbúa í Vestmannaeyjum.
  • Frá og með áramótum hófst aukin ferðaþjónusta fyrir fatlaða en þá gat sá hópur nýtt sér þjónustu um helgar og á kvöldin.  

 

Það var ánægjulegt á árinu þegar heilsuefling eldri borgara, Janusarverkefnið hófst. Virkilega góð þátttaka var á kynningarfundi verkefnisins og var það framar björtustu vonum hversu margir skráðu sig til þátttöku. Verkefnið hefur mikið forvarnargildi þar sem betri heilsa íbúa getur m.a. stuðlað að lengri sjálfstæðri búsetu. 

 

Í ljósi þess hve mikil vitundarvakning hefur orðið á heilsueflingu tók ráðið þá ákvörðun að setja upp hreystitæki við íþróttahúsið. Gert var ráð fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. 

 

Opnunartími sundlaugarinnar breyttist einnig á árinu. Sumaropnunartíminn var lengdur til kl. 21 á kvöldin en eftir sumarið kom í ljós að ekki var sá opnunartími nýttur nógu vel. Var því ákveðið að í staðinn fyrir að sundlaugin loki kl. 17 um helgar að hafa opið til kl. 18:00 um helgar alla daga ársins. Ásamt því að ráðið lagði áherslu á að útisvæði sundlaugarinnar væri haldið opnu eins mikið og hægt er eftir veðri og vindum.  

 

Stofnaður var starfshópur til þess að fara yfir framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamála í Vestmannaeyjum. Hópurinn hefur safnað upplýsingum frá íþróttafélögunum og vinnur enn að því að fara yfir og greina þær upplýsingar. Ráðið kemur svo til með að taka afstöðu út frá niðurstöðum hópsins. 

 

Á árinu var farið yfir niðurstöðu skýrslu frá Nolta sem tóku út rekstur Hraunbúða. Komu þar fram nokkrar ábendingar um reksturinn sem þegar hefur verið hafist handa í að skoða og sjá hvað við getum gert betur í rekstrinum. 

 

Í sumar voru vígðar nýjar þjónustuíbúðir aldraðra. Var það þörf og góð viðbót við þjónustu fyrir aldraða. 

 

Skipað var í hóp ungmennaráðs og samráðshóp um málefni fatlaðs fólks. 

 

Afar ánægjuleg breyting verður um næstu áramót en þá mun frístundastyrkur barna 2 – 18 ára hækka um 10.000 kr og mun hann því verða um 35.000 kr á barn. Kemur þetta til með að létta undir á mörgum heimilum og er þetta liður í því að koma til móts við barnafjölskyldur í Vestmannaeyjum. 

 

Ráðið tók ákvörðun um að fara í átak í aðgengismálum. Farið verður í það á árinu að fara yfir götukanta og gangbrautir og lagfæra það sem þarf að lagfæra ásamt því að bæta aðgengi í sundklefa í íþróttahúsinu. 

 

Í október fór ráðið ásamt starfsmönnum barnaverndar á námskeið fyrir fulltrúa í barnaverndarnefndum hjá Barnaverndarstofu. Á námskeiðinu var farið yfir hlutverk og ábyrgð barnaverndarnefnda skv. barnaverndarlögum og helstu úrræði stofunnar voru kynnt. Var námskeiðið afar áhugavert og fræðandi.

 

Það er ljóst að mikið hefur verið um að vera hjá ráðinu á árinu og er hér aðeins stiklað á stóru. Þetta ráð er þess eðlis að oft þarf að taka þungar og erfiðar ákvarðanir og skiptir því sköpum að ráðsmenn og starfsmenn ráðsins geti átt traust og faglegt samband. Vil ég því sem formaður ráðsins þakka ráðinu og starfsmönnum þess fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.   

 

Helga Jóhanna Harðardóttir

Formaður Fjölskyldu- og tómstundaráðs

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst