Hlynur Andrésson hlaupari var hársbreidd frá gullverðlaunum í 3000 metra hlaupi í Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið var í Helsinki í Finnlandi í dag þegar hann kom einungis 13 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum í mark. Hlynur kom í mark á 8:01,2 en Svíinn Simon Sundström kom örskömmu á undan honum í mark.
Níu Íslendingar kepptu á mótinu og komust þrír þeirra á verðlaunapall.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst