Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina. Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi árið 2007.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Samherji leigir skipið af útgerðarfélaginu Berg-Hugin en togarinn hefur heimahöfn í Vestmanaeyjum.
Smáey VE-444 hét lengst af Vestmanney en fékk nýtt nafn um mitt síðasta ár þegar ný Vestmanney kom til landsins. Minna hefur veiðst í efnahagslögsögunni í vetur en undanfarin ár og skýrist lakari veiði einkum af óhagstæðu veðurfari. Skipti þetta einnig máli þegar tekin var ákvörðun um leigu skipsins.
„Þetta er virkilega gott skip, lipurt og skemmtilegt. Veiðar hafa gengið ágætlega. Við fórum í fyrsta túrinn hinn 19. febrúar. Við höfum landað þrisvar sinnum og í tvö skiptanna var fullfermi,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri á Smáey VE-444.
Hjörtur verður skipstjóri á nýjum Harðbak EA 3 þegar skipið fer til veiða en það er sem stendur í slipp á Akureyri.
fiskifréttir greindu frá




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.