Á næstu vikum munu Viska Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Eyjafréttir bjóða Eyjamönnum upp á hin ýmsu fjarnámskeið þeim að kostnaðalausu.
Það fyrsta í röðinni verður á mánudaginn kemur, þann 20. apríl, þegar Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, sýnir okkur allt um sáningu og forræktun krydd- og matjurta.
Á fjarnámskeiðinu verður farið yfir sáningu og forræktun krydd- og matjurta. Upplýsingar um sáningartíma helstu tegunda og hvernig kryddjurtum er fjölgað með græðlingum. Greint er frá ræktunaraðferðum og áburðargjöf í forræktuninni.
Námskeiðið prýðir fjöldi mynda og myndbönd úr ræktun leiðbeinandans.
Þátttakendur fá aðgang að lokuðum hópi á Fésbók í 10 daga eftir námskeiðið. Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum frá námskeðinu og þátttakendur fá tækifæri til að spyrja og spjalla.
Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom fjarfundakerfi mánudaginn 20. apríl kl. 17-18:30
Aðgangur ókeypis í boði Visku og Eyjafrétta Nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst á viska@viskave.is því takmarkaður sætafjöldi er í boði.
Fjölmörg fleiri námskeið eru framundan sem kynnt verða á næstu dögum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.