65 milljónir í nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS – til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID-19 veirunnar
Verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS samþykkti á fundi sínum 22. apríl s.l. að hrinda verkefninu af stað til að styðja við starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Suðurlandi, sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna fækkunar ferðamanna á Íslandi vegna COVID 19. Heildarframlag SASS til verkefnisins eru 65 m.kr. Verkefnið skiptist í þrjá eftirfarandi verkþætti:
Viltu taka þátt í að kynna áfangastaðinn Suðurland?
Fyrirtæki eru hvött til að vinna að markaðssetningu gagnvart innlendum ferðamönnum í sumar. Rekstraraðilar eru hvattir til að setja sig í samband við Markaðsstofu Suðurlands og taka þátt í kynningarverkefnum þeirra fyrir landshlutann. Fyrirtæki geta jafnframt sótt um styrk hjá SASS til að vinna að slíkum verkefnum.
Viltu sækja um verkefnastyrk?
Nýr sjóður hefur verið settur á laggirnar í tengslum við áhersluverkefnið og geta fyrirtæki í ferðaþjónustu sótt um verkefnastyrki til að vinna að eigin verkefnum. Opið verður fyrir umsóknir í sjóðinn til kl. 16:00 þann 12. maí næst komandi. Úthlutunarreglur og nánari upplýsingar eru að finna á vef SASS (sass.is). Eru fyrirtæki hvött til að nýta sér úrræðið og setja sig í samband við ráðgjafa á vegum SASS.
Viltu þiggja fræðslu?
Samhliða ofangreindum aðgerðum verða ýmiss fræðslverkefni í boði fyrir fyrirtæki á Suðurlandi. Við mælum því með að fylgst sé með tilkynningum á vef SASS, skráið ykkur á póstlista SASS eða fylgist með á fésbókarsíðu SASS.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu SASS.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst