Friðrik íþróttamaður Reykjanesbæjar 2006

Í greinargerð með valinu segir svo um “Heimaklettinn” eins og Friðrik er oft nefndur:

Friðrik Erlendur Stefánsson er fyrirliði Íslandsmeistara UMFN 2006. Liðið vann einnig meistara meistaranna sl vetur. Síðastliðið tímabil var án efa ! besta tímabil Friðriks enda hlaut hann viðurkenningu sem Besti leikmað ur Íslandsmótsins 2006, og var valinn í fimm manna úrvalslið mótsins.

Friðrik skilaði 17 stigum að meðaltali og tók um 11 fráköst. Í úrslitakeppni leiddi hann lið sitt til sigurs í Íslandsmóti en hann gerði 14 stig og tók 10 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni. Friðrik er einnig annálaður sem einn besti varnarmaður deildarinnar og lék stórt hlutverk sem slíkur í meistaraliði. Friðrik var einnig valinn Besti leikmaður UMFN fyrir tímabilið og hann er fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur verið einn jafnbesti maður liðsins síðustu árin.

�?að sem af er þessum vetri hefur Friðrik leikið mjög vel og jafnvel betur en síðasta tímabil. UMFN tók þátt í Evrópukeppninni í haust og þar var hann jafnbesti maður liðsins, skoraði rúm 18 stig á leik, tók rúm 10 fráköst, auk þess að skjóta 67% úr skotum af velli og 75% af vítalínunni.

Nýjustu fréttir

Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.