1154 fengu Líknarkaffi
7. desember, 2020
Eins og svo margir þurfti Kvennfélagið Líkn að laga starfsemi að ástandinu í þjóðfélaginu og heiminum öllum og gátu ekki haldið hefðbundið Líknarkaffi í ár eins og áður. Þær fórum þá leið að forselja kaffi til fyrirtækja í bænum og voru viðtökur góðar.
Á facebook síðu félagsins er sagt frá því að það voru 64 fyrirtæki sem fengu kaffi hjá Líkn í ár eða 1154 manns. “Fyrir það þurftum við fullt af tertum og það voru gerðar 77 minni rjómatertur, 34 stórar rjómatertur, 90 rúllubrauð, 26 stórar brauðtertur, 102 súkkulaðikökur og 10 skyrtertur. Það voru 47 konur sem bökuðu og græjuðu kaffið í ár. Við fengum aðstöðu í Akóges í ár og þurftum við gott skipulag fyrir afhendingu á kaffinu. Fyrirtækin fengu úthlutað tíma til að sækja sitt kaffi svo þessu yrði vel dreift og við gætum viðhaldið öllum sóttvörnum og gekk það mjög vel.
Karl Kristmanns heildverslun styrkti okkur með rúllubrauðum og góðri aðstoð i geymslu og skutli, Akóges lánaði okkur aðstöðu til að dreifa kökunum og einnig fengum við styrk frá MS í formi rjóma.
Við viljum þakka fyrirtækjum í bænum sem keyptu af okkur kaffi í ár og styrktu okkur og öllum þeim konum sem láta þetta verða af veruleika ár hvert.
Gleðileg jól
Kvenfélagið Líkn

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.