„Ég er bara staddur á hótelherbergi við Schiphol-flugvöllinn hér í Amsterdam. Það er í það minnsta búið að afpanta flugið mitt heim til Íslands á eftir og ég er á leiðinni í Covid-próf,“ sagði Erlingur í samtali við RÚV í morgun.
Erlingur segir IFH verið í stöðugum samskiptum við hollenska sambandið. „Ef þetta verður ættum við að geta tekið flug yfir til Egyptalands annað kvöld. Það er verið að henda okkar leikmönnum í Covid-próf bara hér og þar í þessum töluðu orðum.“