Loðna liggur nú sjórekinn í Víkurfjöru. Frá þessu er greint á facebook síðu Náttúrustofu Suðurlands. Það er ekki óþekkt að þetta gerist á þessum árstíma en loðnuna er að reka á land fyrr en fyrir ári síðan. Þá voru þessar myndir teknar í byrjun mars. Loðnan drepst eftir hrygningu og er þetta vitni um nýafstaðna hrygningu við Suðurströndina. Myndir teknar af Anítu Björk Landverði við Dyrhólaey.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst