Ábúendur í Efri-Vík, hjónin Eva Björk Harðardóttir og �?orsteinn M. Kristinsson eiga og reka hótelið ásamt foreldrum Evu, Herði Davíðssyni og Salome Ragnarsdóttur.
Hótelið tók til starfa 4. janúar en þá var fyrsti áfangi nýbyggingar tekinn í notkun en byggingin verður tekin í gagnið í þremur áföngum. �?Við leggjum áherslu á rólegt umhverfi, hreyfingu, stafgöngu, hollt mataræði, heilun og innsýn í annan heim. Laki gefur fyrirheit um kraft, hita og breytingar og það ætlum við að reyna að uppfylla.Við búum ekki sjálf yfir allri sérþekkingunni sem við bjóðum upp á heldur útvegum við þekktum sérfræðingum vettvang til að vinna nánar með meiri árangri en ella,�? segir Eva Björk.
Hótelið stendur á grasigrónu hrauni en eigendurnir hafa undanfarin ár rekið þar gistingu í smáhýsum. �?�?egar við ákváðum að stækka verulega ogbyggja hótel, ákváðum að marka því einhverja sérstöðu sem yrði þess valdandi að við gætum lengt ferðamannatímann.Við fengum Yrki hf. til að teikna og Sigurbjörgu Árnadóttur, hugmyndasmið á Akureyri, til að aðstoða okkur við að marka hótelinu sérstöðu og hrinda hugmyndinni í framkvæmd,�? segir Eva Björk.
Á sumrin verður hótelið rekið með hefðbundnu sniði en þegar hausta tekur og fram á vor verður höfðað sérstaklega til þeirra sem vilja hverfa frá hraða daglegs amsturs og slaka á við rætur sunnlenskra jökla. �?Við munum bjóða upp á margvísleg námskeið í vetur og á morgun, föstudag, koma til okkar fyrstu sérfræðingarnir. �?eirra á meðal verður Natalia B. Sirenko frá Rúsaslandi en hún er, háls-, nef-, og eyrnalæknir, hómópati og akupunkturlæknir. Natalia er þekkt víða um Evrópu fyrir góðan árangur með parkinsonsjúklinga og undraverðan árangur með ýmsa sjúkdóma sem reynst hefur erfitt að meðhöndla á hefðbundin hátt,�? segir Eva Björk, albúin að taka á móti gestum helgarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst