Karl Gauti Hjaltason leiðir Suðvesturkjördæmi
Karl Gauti Miðflokkurinn
Fyrstu sex sæti framboðslista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, mun leiða lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar í september.

Eyjafréttir greindu frá því nýverið að ekki hafi verið að finna nafn Karls Gauta á lista flokksins í Suðurkjördæmi sem kynntur var nýverið. En Karl Gauti var upprunalega frambjóðandi Flokksins Fólksins í því kjördæmi í kosningunum 2017 og settist á þing fyrir þann flokk.

Framboðslisti Miðflokksins var samþykktur með 83% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins fyrr í dag.

Eins og fyrr segir mun Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, leiða listann. Í öðru sæti er Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og í þriðja sæti er Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson.

Listan í heild sinni má nálgast á vef Miðflokksins.

Nýjustu fréttir

Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.