Hvenær ætlum við sjálf að veðja á samfélagið okkar? 
10. september, 2021

Núna svona rétt fyrir kosningar hefur dregið úr samgöngum til Eyja. Ekkert flug og miðdegisferð Herjólfs tekin af. Vetraráætlun komin á þegar sumarið er varla búið a.m.k. að mati þeirra sem halda hér úti ferðaþjónustu og verslun og þjónustu. Algjört klúður að mínu mati svona rétt fyrir kosningar með samgönguráðherrann í kjördæminu.

Mokað undir lélega íslenska byggðastefnu
Þetta er gott dæmi um það hve veikar hugmyndir okkar Íslendinga um byggðastefnu geta verið. Við erum oft búin að segja nei á rekstrarlegum forsendum áður en við skoðum hinn raunverulega ábata sem þarf að hugsa til lengri tíma. Skref niður á við sem þetta gerir stökkið til baka mun erfiðara og ekki í neinu samræmi við það hvernig verkefnið um Herjólf var lagt upp í upphafi.

Trump-fylki og samgöngur
Eitt sinn fór ég til Norður Karólínu í Ameríkuhreppi og út á eyju eina sem liggur meðfram fylkinu sem nefnist Pine Knoll Shores. Tvær brýr á sitthvorum enda eyjarinnar liggja út á hana sem og að ferja, sem tekur 35 mínútur að sigla á milli, gengur til hennar frá henni miðri yfir á meginlandið, sem sagt þrjár leiðir. Þarna búa um 7000 manns, mest eldri borgarar og lágtekjufólk við atvinnulíf sem einkennist af ferðaþjónustu og vertíðabundnum fiskveiðum. Hluti íbúa veiðir sér svo til matar þann hluta á ári sem litla vinnu er að fá. Veður verða oft slæm á fellibyljatímabilinu og því mikilvægt eins og hér að samgöngur séu góðar til að tryggja aukið öryggi íbúa. Greidd eru veggjöld óháð leið en þau voru ódýrari fyrir íbúana á svæðinu og þá sem þurftu að sækja svæðið oft.

Þarna höfðu stjórnvöld tekið þá ákvörðun að tryggja aðgengið að svæðinu til að opna möguleikann á vexti samfélagsins þrátt fyrir að hlutfall skatttekna á hvern íbúa væru lægri þarna en víða annarstaðar í fylkinu. Ekki aðeins með einni leið heldur nokkrum. Ekki var lokað yfir nóttina líkt og hér en héðan kemst enginn nema á tuðru milli 23:00 á kvöldin og 7:00 á morgnana.

Trúin flytur fjöll
Loksins þegar við höfum eitthvað um samgöngurnar okkar að segja verðum við að sýna það að við höfum trú á samfélaginu okkar. Að við höfum þá trú að ferðaþjónustan og verslun og þjónusta heimamanna geti haft tekjur á fleiri tímum en aðeins yfir hásumarið.  Ef við sem búum hér höfum ekki trú á samfélaginu okkar óháð hvaða tími árs er getum við ekki ætlast til að þeir sem styrkja samfélagið okkar með menntun og þekkingu velji það að búa hér. Það að fækka ferðum sendir þeim sem gætu hugsað sér að búa neikvæð skilaboð. Öflugt og drífandi fólk gerir kröfur um metnaðarfulla og trausta innviði og ef því er mætt vex samfélagið. Flóknara er það nú ekki.

Við þetta má bæta að tvær stærstu matvörukeðjur landsins hafa hér sett upp útibú sín, nánast á sömu torfunni, í beinni samkeppni og það fyrir löngu þrátt fyrir að við séum aðeins ríflega 4300 talsins. Það hlýtur að segja eitthvað þegar báðar þessar keðjur veðja á Vestmannaeyjar og það sem þær hafa upp á að bjóða.

Hvenær ætlum við að veðja á samfélagið okkar?

Gísli Stefánsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst