Dregið var í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í morgun. Kvennalið ÍBV dróst á móti spænska liðinu Costa del Sol Málaga. Spænska liðið er ríkjandi meistari í keppninnar.
Gert er ráð fyrir að heimaleikur ÍBV fari fram 12.-13. febrúar annarsvegar og útileikurinn viku seinna. Ekki liggur fyrir hvort leikið verði heima og heiman.
Takist ÍBV að komast áfram mætir liðið annað hvort HC DAC Dunajská Streda frá Slóvakíu í undanúrslitum eða ZRK Bekament Bukovicka Banja frá Serbíu. Dregið var einnig til undanúrslita í morgun.
Leikir 8-liða úrslita Evrópbikarkeppni kvenna:
HC Galychanka Lviv – H71.
ÍBV – Costa del Sol Malaga.
ZRK Bekament Bukovicka Banja – HC DAC Dunajská Streda.
Visitelche.com Bm Elche – Rocasa Gran Canaria.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst