Vestmannaeyjar eru frábær búsetukostur, hér eru öflugar menntastofnanir, framúrskarandi íþróttastarfsemi, fjölbreytt þjónusta og afþreying, stuttar vegalengdir, ægifögur náttúra og mikil samheldni. Vestmannaeyjar standa jafnframt í dag á mikilvægum krossgötum. Samfélagið er vaxandi og þarf að breytast í takt við nýja tíma til að verða í fararbroddi en ekki eftirbátur annarra. Helstu innviðir þarfnast uppfærslu og vinna þarf kröftuglega á næstu árum að koma þeim hratt og örugglega í betri farveg. Samgöngumál, orku- og fjarskiptamál, heilbrigðismál og sorpmál eru ofarlega á lista innviða sem þarf að bæta úr – fyrir þig.
Lýðræði – fyrir þig
26. mars næstkomandi fer fram, í fyrsta skipti í 32 ár, prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Prófkjör er persónukjör innan stjórnmálaflokks. Þú getur þannig valið sjálfur hverjir skipa efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins og hverjir munu því hugsanlega taka sæti í næstu bæjarstjórn. Þú getur tekið þátt ef þú ert:
Fimmtán öflugir einstaklingar hafa tilkynnt um framboð sitt í prófkjörinu, undirrituð er þar á meðal, en ég sækist eftir að sitja áfram í 1. sæti listans. Ég mun á næstu vikum birta stutta pistla um helstu áherslumál mín á komandi kjörtímabili fái ég kjör til áframhaldandi starfa fyrir íbúa Vestmannaeyja. Ég vil vinna að hagsmunum samfélagsins og tryggja bjarta framtíð þess.
Ég vil vinna – fyrir þig
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.