Á fjölmennum félagsfundi Eyjalistans fyrr í kvöld var framboðslisti félagsins fyrir komandi kosningar samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.
Listann skipa eftirfarandi:
1. Njáll Ragnarsson – Deildarstjóri og formaður bæjarráðs
2. Helga Jóhanna Harðardóttir – Grunnskólakennari
3. Erlingur Guðbjörnsson – Stöðvarstjóri hjá Íslandspósti
4. Hildur Rún Róbertsdóttir – Deildarstjóri í leikskóla
5. Díana Íva Gunnarsdóttir – Hönnuður/Nemi
6. Jónatan Guðni Jónsson – Grunnskólakennari
7. Bjartey Hermannsdóttir – Móttökuritari
8. Hafdís Ástþórsdóttir – Hársnyrtimeistari
9. Arna Huld Sigurðardóttir – Hjúkrunarfræðingur
10. Drífa Þöll Arnardóttir – Bókavörður
11. Sigurður Þór Símonarson – Sjómaður
12. Salóme Ýr Rúnarsdóttir – Starfsmaður í Straumi
13. Gauti Gunnarsson – Smiður
14. Sigurður Hjörtur Grétarsson – Verkamaður
15. Hrefna Valdís Guðmundsdóttir – Skjalavörður
16. Bjarni Sigurðsson – Matreiðslumeistari
17. Einar Friðþjófsson – Framhaldsskólakennari
18. Ólöf Margrét Magnúsdóttir – Sérkennari
Þá var á fundinum samþykkt að oddviti listans yrði jafnframt bæjarstjóraefni hans við komandi kosningar.
Eyjalistinn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sýndu framboðinu áhuga, veittu ráðgjöf og ráðleggingar og bentu á frambærilega einstaklinga til þátttöku.
Næst á dagskrá Eyjalistans er að halda áfram málefnavinnunni og tryggja að næstu fjögur árin verði haldið áfram að efla þjónustu við íbúa í Vestmannaeyjum og gera góðan bæ enn betri!




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.