Efnt verður til sannkallaðrar rokkveislu á Háaloftinu í kvöld, síðasta vetrardag 20. apríl kl. 20:30 þegar rokksveitir eyjanna Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty stíga á svið. Húsið opnar kl. 20:30 og er forsala enn í gangi á tix.is. Miðaverð í forsölu eru kr. 2.500 en kr. 3.000 við hurð.
Sveitirnar lofa kraftmiklum tónleikum en allar hafa þær verið að semja nýja tónlist undanfarið.
Foreign Monkeys vinna nú að nýrri plötu og gáfu nýlega frá sér lagið Those That Suffer og hefur það hljómað á öldum ljósvakans undanfarið og fengið mikla athygli. Lagið hefur verið átta vikur á X- dominoslista X977, þar af fjórar í topp þremur og tvær í fyrsta sæti. Von er á næstu smáskífu 6. maí nk.
Molda hefur verið að senda frá sér kraft mikið gítarmetalrokk í glisstíl 9. áratugs síðustu aldar og vakið athylgi. Nýlega sendi sveitin frá sér hið kraftmikla lag Herhlaup Tyrkjans og hefur það náð góðri athygli. Í byrjun apríl spilaði sveitin í Hörpu fyrir framan hundruði manna sem stuðningur við rokksveitina Skonrokk.
Merkúr hefur sent frá sér eina heila plötu, eina EP og nú er önnur á leiðinni. Fyrstu tvær smáskífurnar Blind og Fall Down af væntanlegri plötu hafa náð góðri athygli metalaðdáenda á Ísland og munu þeir félagar m.a. koma fram á Norðanpaunk hátíðinni í sumar.
False Majesty spila kraftmikinn tæknimetal og eru að vinna að útgáfu sem væntanleg er á næstu mánuðum og munu verða sýnilegir í sínum geira hér á landi á næstu vikum og mánuðum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst