Já, er það?
6. maí, 2022
Ragnar Óskarsson

Á dögunum birti ég hér nokkrar pælingar sem upp komu eftir spjall við fólkið í bænum. Ég sagði þar að kannski kæmi frá mér eitthvað meira og nú ætla ég að standa við það. Áður en ég held áfram er rétt að taka fram að fjölmargir hafa haft samband við mig og tjáð sig mjög sammála því sem ég fjallaði um. Fyrir það er ég afar þakklátur.

Karl sem í áraraðir hefur verið framarlega í íþróttahreyfingunni sagði mér að aldrei eða sjaldan fyrr hefði verið eins gott samstarf milli hreyfingarinnar og meirihluta bæjarstjórnar en síðustu fjögur ár. Nú ræðast menn við og leysa málin í sameiningu. Mikil breyting frá því sem áður var.

Kona sem er gjörkunnug bókhaldi segir að góð fjárhagsleg staða bæjarins sé afar ánægjuleg, sérstaklega þegar horft að til þess að Sjálfstæðismenn telja sig þá einu sem geta haft stjórn opinberra fjármála á sínum höndum. Ég ætla hér ekki að nefna Bjarna Benediktsson og afrek hans neitt sérstaklega en vek athygli á því að hann er Sjálfstæðismaður og formaður hópsins. Snilli hans í fjármálum kemur sannarlega öðrum en almenningi til góða.

Sama kona benti mér reyndar á að fjárhagslegur viðsnúningur í rekstri Herjólfs væri sérstakt fagnaðarefni. Þar hefði núverandi meirihluti staðið sig frábærlega vel. Nú væri hins vegar gríðarlega mikilvægt að lægja strax þær öldur sem risið hafa í starfsemi félagsins. Þar þurfi allir að leggja sig fram.

Ungur kjósandi sagði mér að hann kynni ekki að meta það sem hann varð vitni að um daginn þegar nokkrir þungavigtarmenn Sjálfstæðisflokksins kölluðu   andstæðinga sína öllum ljótum nöfnum svo sem pöddur, kakkalakka og rottur en segðu síðan kjósendum í Vestmannaeyjum að flokkurinn ræki málefnalega og vandaða kosningabaráttu.

Ég nefni hér að lokum þá yfirlýsingu Sjálfstæðismanna að bjóða ekki fram sitt bæjarstjóraefni nú. Hún er þvert á það sem flokkurinn sá hefur haldið í heiðri svo langt sem elstu enn muna. Hvað skyldi liggja hér að baki? Einn viðmælenda minna var ekki í minnsta vafa þar um. Hann sagði að búið væri að ákveða að maður ofan af landi, Grímur Gíslason, yrði ráðinn bæjarstjóri. Hann hefði undanfarið nánast einn stjórnað kosningabaráttu flokksins með ítarlegum skrifum sínum og væri því þess verðugur að setjast í bæjarstjórastólinn. Einhver feimni ríkir þó um þetta mál innan flokksins. Ég gat ekki mikið sagt um þessar upplýsingar annað en: „Já, er það?“

Ég verð að viðurkenna hér að ég hef ekki lesið mikið eftir Grím en það sem ég hef lesið finnst mér einkennist af langloku, leiða, ergi og gremju út í allt og alla. Það er að mínu mati alls ekki það sem okkur Vetmannaeyinga vantar.

En hvað um það. Mér finnst ánægjulegt hve margir Vestmannaeyingar tala vel um núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Enn þá vænna þykir mér um hve margir telja  Eyjalistann burðarásinn í málefnum Vestmannaeyjabæjar og best treystandi fyrir stjórn hans.

                     Ragnar Óskarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.