Gleðilegan kjördag!

Kæru Vestmannaeyingar,

í dag göngum við til kosninga um nýja bæjarstjórn Vestmannaeyja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt sig fram við að há drengilega, jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu þar sem styrkleikar allra frambjóðenda hafa fengið að njóta sín.

Við höfum haldið tugi viðburða, fengið hundruðir heimsókna í Ásgarð og notið samtalsins við fjölda vinnustaði, fjölmiðla og íbúa. Saman höfum við mótað sterka og ábyrga stefnu fyrir Vestmannaeyjabæ til næstu fjögurra ára með bjartri framtíðarsýn enda eru tækifærin í Vestmannaeyjum óþrjótandi.

Kjósandi góður, við teflum fram öflugum 18 manna lista. Sá hópur sem er í dag orðin vinahópur mun í samvinnu við öflugan bæjarstjóra sem við munum ráða náum við meirihluta, stýra sveitarfélaginu í átt til bjartrar framtíðar. Þann einstakling munum við velja af mikilli kostgæfni þegar og ef við fáum umboð til.

Ég þakka frábæra tíma með bæjarbúum í kosningabaráttunni og horfi björtum augum til komandi kjörtímabils.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Skipar 2. Sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.