Meirihluti bæjarstjórnar konur
17. maí, 2022

Í kosningunum á laugardaginn voru kosnir níu bæjarfulltrúar. Fimm þeirra eru konur og fjórir karlmenn.
Konurnar eru þær Íris Róbertsdóttir og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir frá H-lista, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir frá D-lista og Helga Jóhanna Harðardóttir frá E-lista. Margrét og Helga koma nýjar inn í bæjarstjórn. Karlarnir í bæjarstjórn eru Páll Magnússon frá H-lista, Eyþór Harðarson og Gísli Stefánsson frá D-lista og Njáll Ragnarsson frá E-lista. Páll, Eyþór og Gísli koma nýir inn í bæjarstjórn.

Hildur Sólveig hefur setið flesta bæjarstjórnarfundi og það kemur því í hennar hlut að boða til fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst